„Já þetta var rólegt í dag þegar áin opnaði, tveir hoplaxar komu á land,“ sagði Brynjar Þorbjörnsson sem var við veiðar í Blöndu við opnun árinnar í morgun. „Ég er búinn að fá tvær tökur ekki viss um hina veiðimennina,“ sagði Brynjar um stöðuna við opnun Blöndu í kvöld. Veiðin hefur stundum byrjað rólega þarna norðan heiða.
Síðast þegar við fréttum voru komnir nokkrir laxar í Norðurá í Borgarfirði og veiðimaður sem við heyrðum í dag sagði allt rólegt á svæðinu en eitthvað af laxi að ganga. Kannski er þetta bara eins og um árið þegar hann fór upp ána en leit hvorki til hægri né vinstri. Aflatölur eru rólegar en það er stækkandi straumur.
Mynd. Veiðimaður kastar flugunni í Blöndu í dag á opnunardegi. Mynd Brynjar.