FréttirOpnun

Frábær byrjun í Leirvogsá í gær

„Já hún var frábær seinni parts vaktin á opnunardaginn í Leirvogsá, en við fengum þrjá laxa og einn flottan sjóbirting,“ sagði Einar Margeir, þegar við spurðum um stöðuna í Leirvogsá. Það er greinilega að ganga í ána en fyrir þremur dögum var áin eins og stórfljót, svo það er feikna gott vatn í henni þessa dagana og verður á næstunni.

Hafdís Þóra
Hafdís Þóra Hafþórsdóttir

„Hin stöngin veiddi 4 laxa alla vega, en við við misstum tvo laxa og allt var þetta fyrir neðan þjóðvegsbrú.  Við urðum vör við fisk alveg niður að göngbrú, en fórum ekki neðar.  Svo veiddi ég einn sjóbirting og hann var 69 sm, hann var mældur í flýti,“ sagði Einar ennfremur eftir frábæran dag á bökkum Leirvogsá.

Hver þrennan á fætur öðrum í veiðiánum hjá Stangó
Og það voru þrennur víða í dag, en Haukadalsá í Dölum hefur gefið þrjá  laxa frá opnun, Gljúfurá í Borgarfirði líka þrjá laxa og svo Andakílsá í Borgarfirði líka þrjá frá opnun. Mikið uppá þrjá hjá Stangveiðifélagi Reykjavíkur núna í byrjun veiðitímans.

Einar Margeir
Einar Margeir með flottan sjóbirting úr Leirvogsá


Mynd. Hafdís Þóra Hafþórsdóttir með flottan lax úr Leirvogsá í dag.