BleikjaFréttir

Bleikjan að hellast inn í Efri-Flókadalsá

„Það var gaman að veiða fyrstu bleikjuna á efra svæði  Efri-Flókadalsá en allur fiskurinn hefur veiðst neðst í ánni,  þar sem hann er að hellast inn síðustu daga,” sagði María Gunnarsdóttir sem var við veiðar í ánni í dag.  En núna hafa veiðst um 60 bleikjur og það er bara byrjun júlí og veiðin að komast á fleygiferð.

Byrjunin lofar svo sannarlega góðu með sumarið, stóra bleikjan er að mæta og vel hefur veiðst neðarlega í ánni síðustu daga og bleikjan er væn frá 35 til 55 sentimetra þær stærstu.  En allir fiskar hafa veiðst á maðk en flugan kemur sterk inn þegar hlýnar á svæðinu og ein og ein fluga sést sveima um svæðið. Skítakuldi var í Fljótunum en það á að hlýna á næstunni.  Ungir og efnilegir veiðimennn hafa veitt fiska þarna síðustu daga enda fátt skemmtilegra en að renna fyrir sjóbleikjuna og fá hana til að bíta á. 

Bleikjan hefur verið að gefa sig í Fljótánni og laxinn byrjaður að mæta. 

Mynd. María Gunnarsdóttir með eina af stærri bleikjum í Efri-Flókadalsá í sumar. Mynd GB.