Fréttir

Laxahvíslarinn Nils ennþá í slag við stórlaxa

Finnst fátt skemmtilegra en að veiða þá stóru

Laxahvíslarinn Nils Folmer Jorgensen finnst fátt skemmtilegra en að setja í þann  stóra og auðvitað yfir 100 sentimetra, en einn slíkan veiddi hann í Jöklu í dag. Þegar kannski enginn á von á neinu setti Nils í þann stóra. „Þetta var helvíti gaman,“ sagði Nils eftir slaginn við þann stóra sem tók 40 mínútur og var holdvotur eftir bardagann við laxinn, við risastóra fiskinn. 

En stórlaxinn veiddist á Hólaflúðinni og tók HKA Sunray en áin hefur verið eins og kakó síðustu daga eftir miklar rigningar. Fáir laxar ná að snúa á laxahvíslarann  og þá í þessum stærðarflokki, en Nils hefur veitt þá marga í gegnum tíðina. 

Jökla hefur gefið 111 laxa.


Mynd. Nils  Folmer Jorgensen með 102 sentimetra laxinn veiddan á Hólaflúð  í dag og er sá stærsti úr Jöklu í sumar.