Fréttir

Góð veiði í Elliðavatni – laxinn mættur

Veiðin heldur áfram, veiðimenn reyna áfram og laxinn er byrjaður að veiðast í Elliðavatni, ef maður kemur sér fyrir á réttum stað og með rétta spúninn, þá getur laxinn tekið hjá veiðimönnum. Veiðin í Elliðavatni hefur verið góð í sumar, flottir silungar og laxinn er mættur, það er fyrir mestu.

Varðhundur við Norðurá

Á sama tíma er varðhundur við Norðurá í Borgarfirði en hann er vingjarnlegur, það þarf ekkert að óttast en laxinn stekkur í Ferjuhylnum í Norðurá og veiðimaður kastar flugunni fyrir lax í hylnum.

Og listinn með nýjum veiðitölum er kominn og smálaxinn er að redda sumrinu, einn og einn lax yfir 100 sm.