DorgveiðiFréttir

Margir stundað dorgveiði síðustu daga

Hafravatn er vinsælt til dorgveiða og margir að veiða. Mynd /María Gunnarsdóttir

„Við fórum upp að Hafravatni fyrir tveimur dögum og þar voru nokkrir að veiða en margir stunda vatnið stíft og veiða ágætlega. Fiskurinn er frekar smár, en það er allt í lagi. Einn daginn fyrir skömmu voru allavega 10 til 15 að veiða hérna,“ sagði dorgveiðimaður sem hefur farið víða þessa dagana og ísinn á flestum vötnum er þykkur eftir mikla kuldatíð.

„Já það þarf að bora mikið, ísinn er hnausþykkur enda útiveran góð, bara að klæða sig vel og skoða veðurspána,“ sagði veiðimaðurinn ennfremur.

„Veiðimenn eru mikið að fá sér dorgveiðidót núna en við erum með fjölbreytt úrval,“ sagði Ingólfur Kolbeinsson í Vesturröst spurður um stöðuna í dorgveiðinni. „Mér finnst áhuginn fyrir dorgveiði alltaf vera að aukast,“ bætti Ingólfur við.