Fréttir

Veiðin hófst með látum á silungasvæðinu

Fjör á bökkum Vatnsdalsár í veiðinni þessa dagana

Veiðin er víða að komast á flug þessa dagana þrátt fyrir frekar kalt veður, en sem betur fer er spáð að það hlýni verulega næstu daga með smá vætutíð.

Veiðin hófst á silungasvæðinu í Vatnsdalsá í Húnavatnssýslu í vikunni og fyrsta hollið í ánni er búið að landa hátt í 80 fiskum á sex stangir á tveimur dögum, þrátt fyrir kuldan í veðurfarinu.

Hefðbundnar straumflugur voru að gefa en Rektor frá Reiðu öndinni virðist gefa best samkvæmt þeim sem við ræddum við. Það verður spennandi að sjá með framhaldið, það á að hlýna og þá getur allt skeð á árbökkunum.