Núna fyrir jólin kemur út spurningaspilið Makkerinn sem er fjörugt og fróðlegt spurningaspil um stangveiði á Íslandi. Makkerinn er fyrsta spilið hér á landi sem kemur út sem fjallar eingöngu um stangveiði. Höfundur spilsins er Mikael Rivera grunnskólakennari í Reykjavík og forfallinn veiðimaður.
Stangveiði hér á landi er stór hluti af þjóðarsálinni og hefur áhuginn á henni aldrei verið meiri en nú og stangveiði er frábær samvera og útivera. Mikael hefur kennt fluguveiði í Rimaskóla í Reykjavík með góðum árangri og það var ein af kveikjum þess að hann vildi búa til spil um stangveiði sem ætti að hjálpa til við að vekja áhuga ungra veiðimanna á þessari fallegu íþrótt. Einnig fannst Mikael löngu tímabært að út kæmi spil um stangveiði hér á landi en Makkerinn er frábært að hafa með í veiðiferðunum þar sem veiðifélagarnir geta keppt í skemmtilegum spurningaleik eftir annasama daga við bakkann. Þannig gefst öllum að gera betur en Makkerinn á fleiri stöðum en við bakkann.
Spilið inniheldur 1470 spurningar sem skiptast í fimm flokka. Spurningar koma víða við og í þeim reynir á kunnáttu þátttakenda á ýmsum sviðum allt frá sagnfræði, landafræði yfir í veiðistaði og veiðiflugur. Þeir sem taka þátt í leiknum þurfa ekki að vera með ólæknandi veiðidellu til að sigra því fjölbreytnin í spurningunum er mikil.
Makkerinn