Keppni í fluguhnýtingum

Flyfishingbar.com er nýtt fyrirtæki í veiðibransanum hér á Íslandi. Fyrir síðustu jól bauð fyrirtækið upp á flugujóladagatöl og nú býður það íslenskum veiðimönnum veiðikassann í áskrift. Veiðikassinn er n.k. huldukassi með veiðiflugum og veiðidóti af ýmsu tagi, en enginn veit hvað verður í hverjum kassa fyrr en hann er opnaður.

Á bak við þetta fyrirtæki eru þeir Davíð Lúther Sigurðsson, Björgvin Pétur Sigurjónsson og bræðurnir Ásmudnur og Gunnar Helgasynir. Og nú auglýsa þeir eftir nýjum flugum frá íslenskum fluguhnýturum.
„Við hjá Fly Fishing Bar erum alltaf á höttunum eftir einhverju nýju og spennandi. Hluti af þeirri viðleitni okkar er að við viljum koma á óvart með nýjum og spennandi flugum.” segir Gunni Helga

„Við erum því að leita að flugum sem enginn hefur séð áður! Nema þeir sem eru að hnýta þær auðvitað. Þessa vegna erum við að auglýsa eftir flugum frá þessum snillingum sem hnýta eigin leynivopn en eru til í að deila þeim með okkur hinum núna. Þess vegna spyrjum við: Ert þú að hnýta og hefur áhuga á að þín fluga verði sett í veiðikassa hundruða veiðimanna? Sendu okkur myndir af flugunni, segðu okkur frá því hvernig hún hefur veitt fyrir þig og við veljum svo þær flugur sem okkur þykir veiðilegar!” Gunni bætir við að þetta sé í raun ekki keppni, að kannski verði ein fluga fyrir valinu eða 10 flugur. „Það fer bara eftir því hvað okkur líst vel á!“

Þeir sem skoða flugurnar eru ekki óvanir veiðimenn og ættu því að geta þekkt góða flugu á nóinu! Það eru nefnilega alvöru menn í dómnefnindin, þeir Sigurður Héðinn (Haugurinn) og Þorbjörn Helgi (Reiða öndin) ásamt þeia Ása og Gunna Helga

„Já og það eru auðvitað smá verðlaun fyrir þá sem eiga flugur sem verða fyrir valinu. Þeir fá 50 stk af flugunni sinni til eigin afnota og þriggja mánaða áskrift að huldukassanaum okkar, Veiðikassanum.“

Þetta er spennandi, skemmtilegur leikur sem þeir félagar standa fyrir. Hér að neðan er nánar um reglurnar. Og hér er hlekkur fyrir þá sem vilja nánari upplýsingar og taka þátt. https://flyfishingbar.com/pages/fluga-i-veidikassann

Leikreglur:
Fluga sem hefur ekki farið í almenna sölu er aðeins gjaldgeng.
Hönnuður flugunnar mun eiga fullan höfundarrétt á flugunni.
Fly Fishing Bar fær þó leyfi til að framleiða flugur sem verða fyrir
vali dómnefndar og setja þær í huldukassa veiðimanna.

Vinningshafar fá:
50 stk af sinni flugu!
Þriggja mánaða áskrift af veiðikassanum.
Texta um sig og flugunar í þeim veiðikassa sem þær koma í.

Ásmundur Helgason
asi@n29.is