Fréttir

Stórlaxaveisla í Jöklu!

Enginn smásmíði þessi stórlax í gær hjá Stefáni Hjaltested

Jöklan var að byrja að hreinsa sig núna síðdegis og þá var ekki að sökum að spyrja, sett var í 8 laxa en 4 náðust á land. Voru það 80 cm og tveir 90 cm en í lok dags kom svo einn sem var ekki undir 105 cm! Var það Stefán Hjaltested sem fékk þennan stóra hæng í Sandlækjarbroti. Var hann einn en hér má sjá mynd frá honum er hann var búin að landa honum. Og miðað við mælingu hans á stönginni var hann allt að 107 cm en til öryggis var hann skráður 105 cm.

Enginn smásmíði þessi stórlax í gær hjá Stefáni Hjaltested

Stefán fékk einnig annan sem var 90 cm í Hauksstaðabroti og báðir tóku Metalica Cone tommu túpu.