Fish Partner og Veiðifélag Arnarvatnsheiðar hafa gert með sér samning þess efnis að hið fyrrnefnda taki að sér sölu veiðileyfa á þessu margrómaða svæði, en óhætt er að segja að heiðin sé eitt besta silungsveiðisvæði á landinu. Vötnin á Arnarvatnsheiði eru mörg og fjölbreytt eftir því, en á meðal þeirra svæða sem eru hvað vinsælust má nefna:
• Úlfsvatn
• Arnarvatn Litla
• Ólafsvatn
• Leggjabrjótstjarnir
• Stóralón
• Mordísarvatn
• Refsveina
• Veiðitjarnalækur
Til viðbótar eru ótal vötn og lækir sem halda fiski, gefa góða veiði, en eru lítið stunduð.
ATH Breyttar veiðireglur!
Þær breytingar hafa verið gerðar á svæðinu fyrir tímabilið 2024 að í Refsveinu og Stóralóni er eingöngu leyfð fluguveiði, og öllum fiski skal sleppt. Breytingarnar ná frá upptökum Refsveinu við Arnarvatn Litla til, og með, Stóralóni. Auk þess að sjá alfarið um bókanir á veiðileyfum á Arnarvarnsheiði, mun Fish Partner halda utan um bókanir í húsakost veiðifélagsins við Úlfsvatn, Arnarvatn Litla ásamt Álftakrók.
Veiðileyfi og hús eru komin í vefsöluna og hægt er að bóka hér:
• Arnarvatnsheiði veiðileyfi
• Álftakrókur
• Úlfvatnsskáli
• Húsið við Arnarvatn Litla
• 4 manna húsið við Úlfsvatn
• 8 manna húsið við Úlfsvatn
Kristján Páll framkvæmdastjóri Fish Partner og Guðmundur Kristinsson á Grímsstöðum, formaður Veiðifélag Arnarvatnsheiðar handsöluðu samninginn. Þeir vita sem til þekkja að Arnarvatnsheiðin er gríðarlega fjölbreytt veiðisvæði. Til eru ótal veiðimenn sem tóku sín fyrstu köst á heiðinni, og heimsækja hana árlega enn þann dag í dag. Svæðið býður upp á alla flóruna þegar kemur að stangveiði og hentar frábærlega fyrir byrjendur í veiði, sem og lengra komna.
Það er einskær von okkar að með þessum breytingum verði þetta magnaða veiðisvæði ennþá aðgengilegra fyrir veiðimenn og konur.
ATH! Þeir sem hafa verið með fasta daga í skálum og húsum, eru hvattir til að hafa samband á info@fishpartner.com sem allra fyrst.