Fréttir

Bubbi með sjö laxa í Aðaldalnum

Bubbi Morthens kappklæddur með einn laxinn

„Ég var að koma heim úr Aðaldalnum og fékk sjö laxa það var ansi kalt,“ sagði Bubbi Morthens í samtali við Sportveiðiblaðið, en veiðin hefur verið allt í lagi í Laxá í Aðaldal og risalax veiddist þar í gær 106 sentimetra. Bubbi var með sína árlegu tónleika kirkjunni á Nesi þann 1 júlí. 

„Já hélt mína árlegu tónleika í Nesi og það tókst vel. Þetta var bara gott í veiðinni miðað við aðstæður, mjög kalt en ég fer aftur tvisvar í Aðaldalinn í ágúst,“ sagði Bubbi enn fremur.