„Veiðisumarið er byrjað, rétt er það og ég fór á Þingvelli fyrir fáum dögum,“ sagði Sturlaugur Hrafn Ólafsson sem finnst fátt skemmtilegra en að veiða fisk og hnýta flugur. „Ég og Flóki, besti vinur minn, skelltum okkur á Kárastaði og það gekk ekkert til að byrja með og við reyndum ýmsar flugur en fiskurinn tók ekki. Klukkan var farin að nágast hálf ellefu og farið að dimma verulega þarna, en þá setti Flóki í fisk sem var um 70 sentimetrar og skömmu seinna setti ég í 90 sentimetra fisk. Þá sögðum við vinir að þetta væri orðið gott þarna í myrkrinu. Þessi Þingvallaferð var fermingargjöfin frá Sturra til Flóka vinar hans. „Við ætlum aftur á sunnudaginn að veiða þarna og í Hlíðarvatn í Selvogi á laugardaginn. Veiðisumarið 2023 byrjar verulega vel,“ sagði Sturlaugur Hrafn enn fremur.
Eldra efni
Er þetta bara búið eða er ennþá séns?
„Þetta er stórt umhverfisslys og það hefur sínar afleiðingar,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra á Austurvelli í gær, þar sem hann var púðaður niður. En Guðlaugur stendur upp úr eftir daginn, hann þorði að mæta á staðinn til að taka á
Nýr vefur um sportveiðar
Opnaður hefur verið nýr veiðivefur um stangveiði í ám og vötnum auk þess sem fjallað verður um ársstíðarbundna skotveiði.
Veiðisaga úr Soginu
Við fjölskyldan vorum við veiðar tvo daga í júlí í Soginu, nánar til tekið dagana 17. – 18. júlí 2023 á svæði Syðri Brúar, sem er einnar stangar svæði, steinsnar frá Selfossi. Þetta var okkar fyrsta skipti á svæðinu og
Það gengur bara frábærlega hjá okkur – góð veiði í Þverá í Borgarfirði
„Ég er bara við Ytri Rangá þessa dagana og veiðin gengur frábærlega hjá okkur,“ sagði Stefán Sigurðsson þegar við heyrðum í honum. „Það er verið að landa 25 til 35 löxum á dag núna og þessi var að koma á
Biðin styttist
„Já þetta er allt að koma, biðin styttist með hverjum deginum, það er rétt,“ sagði Björn Hlynur Pétursson sem er einn af þeim sem getur varla beðið eftir að veiðin byrji fyrir alvöru þann 2. apríl. Og veðurfarið er batnandi sem
Fyrstu tölur – gott útlit fyrir góða veiði
Laxveiðiárnar opna hver af annarri með ágæta veiði. Fínn gangur er enn í Urriðafossi í Þjórsá heildarveiðin komin í 491 fiska. Norðurá er líka á fínni siglingu með vikuveiði upp á 80 laxa og er þá komin í 267 fiska.