„Veiðisumarið er byrjað, rétt er það og ég fór á Þingvelli fyrir fáum dögum,“ sagði Sturlaugur Hrafn Ólafsson sem finnst fátt skemmtilegra en að veiða fisk og hnýta flugur. „Ég og Flóki, besti vinur minn, skelltum okkur á Kárastaði og það gekk ekkert til að byrja með og við reyndum ýmsar flugur en fiskurinn tók ekki. Klukkan var farin að nágast hálf ellefu og farið að dimma verulega þarna, en þá setti Flóki í fisk sem var um 70 sentimetrar og skömmu seinna setti ég í 90 sentimetra fisk. Þá sögðum við vinir að þetta væri orðið gott þarna í myrkrinu. Þessi Þingvallaferð var fermingargjöfin frá Sturra til Flóka vinar hans. „Við ætlum aftur á sunnudaginn að veiða þarna og í Hlíðarvatn í Selvogi á laugardaginn. Veiðisumarið 2023 byrjar verulega vel,“ sagði Sturlaugur Hrafn enn fremur.