„Þetta var geðveikt gaman og laxinn var 90 sentimetrar, hnausþykkur,“ sagði Bjarki Þór Hilmarsson sem lenti í skemmtilegum fiski í Sandá í Þistilfirði, en hann var að ljúka veiðum í ánni í gærdag.
„Var með hrygnuna á í 20 til 25 mínútur og endaði í síðustu fimm mínúturnar í reipitogi við hana. Fiskurinn ætlaði niður úr hylnum en ég var með alvöru taum undir, svo þetta blessaðist allt. Já þetta var veruelga gaman. Fiskurinn í ánni var tregur að taka búið að vera rosa sveilfur í vatnsmagni árinnar. Við fengum 16 laxa en hollið okkar fékk 14 laxa og síðan hollið þar á undan 31 lax,“ sagði Bjarki Þór ennfremur.
Mynd. Bjarki Þór Hilmarsson með hrygnuna þykku úr Sandá í Þistilfirði.