Maríulaxinn hjá Björgvini
„Ég bauð dóttursyni mínum Björgvini Orra Maginnis að vera með mér eina vakt í Laxá á Ásum,“ sagði Jón Aðalsteinn Sæbjörnsson í samtali um maríulaxinn.
„Við byrjuðum vaktina á að fara í Ausuhvamm, engin hreyfing, færðum okkur svo ofar í ána og fékk Björgvin Orri 8 cm laxaseiði í Baunavaði. Svo fékk hann 20 cm urriða í Skotta. Þá fórum við aftur í Ausuhvamm og hann sagði við mig: „Erum við komnir hingað aftur“? Ég sagði fiskana vera með sporð og þeir synda upp ána. Björgvin Orri renndi Green Butt, kvarttommutúbu og fékk hressilega skoðunarferð. Svo var sett undir Evening Dress með kón sem 65 cm hængur tók og við lönduðum honum,“ sagði Jón í lokin.