Hið gríðarvinsæla veiðihlaðvarp Þrír á stöng hefur loks göngu sína á ný eftir sumar- og veiðifrí. Eins og oft vill verða í góðum hollum þá verða mannabreytingar og kemur maður í manns stað. Jón Stefán og Árni Kristinn taka sér kærkomna hvíld og inn kemur Benedikt Þorgeirsson sem er flestum stangveiðimönnum kunnugur og mun hann stýra þættinum í vetur ásamt Hafsteini. Benedikt hefur þegar heimsótt strákana í þáttinn ásamt því að gestastýra þætti svo hann ætti að koma sterkur inn. Fyrir þá sem ekki þekkja til kauða þá er Benedikt helst þekktur fyrir að vera silungsveiðimaður og afbragðs fluguhnýtari og er maðurinn á bak við flugur eins og Finnska Bobbann og Bloody Friskò. Samanlögð reynsla Hafsteins og Benedikts ætti að fleyta hlustendum í gegnum veturinn og vonandi veita fróðleik með aðstoð vanra manna og góða skemmtun.
Eldra efni
Ungir og efnilegir veiðimenn
„Þessi yngri heitir Birgir Sveinsson Blöndal, 8 ára og fékk Maríulaxinn sinn í Höfuðhyl á Hörpu #16 og Benedikt, eldri bróðir hans, fékk sinn í Árbæjarhyl á Green Butt #18,“ segir Sveinn Blöndal faðir þessara efnilegu veiðimanna, sem voru við veiðar
Laxá í Aðaldal komin í 200 laxa
Ósvikin gleði. Herra Róbert Taubman með 103 sm hrygnu sem hann fékk á Grundarhorni í gær. Hún tók Sunray.
Góð veiði í Hlíðarvatni
„Þetta var bara mjög skemmtilegt. Það var töluverður vindur um morguninn, annan í Hvítasunnu, þegar ég byrjaði að veiða klukkan 08:00 og það var kalt,“ sagði Ásgeir Ólafsson í samtali en mjög góð veiði hefur verið í Hlíðarvatni í Selvogi
Frítt að veiða í Hlíðarvatni í Selvogi á morgun
Stangaveiðifélögin, sem eru með aðstöðu við Hlíðarvatn í Selvogi, bjóða gestum að koma og veiða án endurgjalds í vatninu næstkomandi sunnudag hinn 9. júní. Þetta eru Stangaveiðifélagið Árblik, Ármenn, Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar, Stangaveiðifélag Selfoss og Stangveiðifélagið Stakkavík. Veðurspáin fyrir Selvoginn á
Kuldakast á sjóbirtingsslóðum í byrjun sumars
„Já það var einstaklega kalt við veiðarnar í fyrradag en við fengum nokkra fiska, það snjóaði á tímabili og gerir reyndar ennþá,“ sagði veiðimaður okkur sem var fyrir austan aö veiða og veðráttan var heldur kuldaleg. „Það snjóaði í kvöld en veiðimenn
Maður veiðir maríulax ekki nema einu sinni
„Jú þetta var æðislegt, maður veiðir víst ekki maríulax nema einu sinni,“ sagði Eva Hlín Harðardóttir eftir að hafa landað 10 punda hrygnu í Klapparfjóti í Staðarhólsá í Dölum um síðustu helgi. „Ég var þarna í fjölskylduferð með tengdaforeldrum og