Hið gríðarvinsæla veiðihlaðvarp Þrír á stöng hefur loks göngu sína á ný eftir sumar- og veiðifrí. Eins og oft vill verða í góðum hollum þá verða mannabreytingar og kemur maður í manns stað. Jón Stefán og Árni Kristinn taka sér kærkomna hvíld og inn kemur Benedikt Þorgeirsson sem er flestum stangveiðimönnum kunnugur og mun hann stýra þættinum í vetur ásamt Hafsteini. Benedikt hefur þegar heimsótt strákana í þáttinn ásamt því að gestastýra þætti svo hann ætti að koma sterkur inn. Fyrir þá sem ekki þekkja til kauða þá er Benedikt helst þekktur fyrir að vera silungsveiðimaður og afbragðs fluguhnýtari og er maðurinn á bak við flugur eins og Finnska Bobbann og Bloody Friskò. Samanlögð reynsla Hafsteins og Benedikts ætti að fleyta hlustendum í gegnum veturinn og vonandi veita fróðleik með aðstoð vanra manna og góða skemmtun.
Eldra efni
Engum þarf að leiðast
Veiðimenn geta huggað sig við að þótt ekki sé hægt að renna fyrir fiski þá er hægt að stytta biðina með því að hlusta á veiðitengd hlaðvörp. Nú hefur hlaðvarpið Þrír á stöng hafið göngu sína á ný en það
Laxá í Dölum komin í 650 laxa, Ytri-Rangá með mestu veiðina
„Já við vorum að koma úr Laxá í Dölum og hollið veiddi 22 laxa, enginn læti en kropp bara,“ sagði Gunnþór Ingólfsson sem var að koma úr ánni, en Laxá hefur gefið 650 laxa þetta sumarið sem er heldur minni
Hamfarir á stórum hluta Vesturlands – milljónir laxaseiða drepist í vatnavöxtunum
„Ég hef aldrei séð annað eins og þessa vatnavexti hér í Dölunum í dag,“ sagði Sæmundur Kristjánsson hjá Vegagerðinni í Búðardal, en hamfarir voru á stórum hluta Vesturlands síðustu klukkatímana. Ár urðu að stórfljótum og vegfarendur komust hvorki lönd né strönd. Á lóninu
Frábær byrjun í Leirvogsá í gær
„Já hún var frábær seinni parts vaktin á opnunardaginn í Leirvogsá, en við fengum þrjá laxa og einn flottan sjóbirting,“ sagði Einar Margeir, þegar við spurðum um stöðuna í Leirvogsá. Það er greinilega að ganga í ána en fyrir þremur dögum
Skelfilegar niðurstöður um erfðamengun í íslenskum laxi
Bændur, veiðiréttarhafar, allir sem hafa hagsmuni af stangveiði hér á landi og náttúruverndar-sinnar lýsa yfir miklum áhyggjum af niðurstöðum rannsóknar í nýútkominni skýrslu Hafrannsóknastofnunar (skýrsluna í heild má finna hér: https://www.hafogvatn.is/is/midlun/frettir-og-tilkynningar/skyrsla-um-erfdablondun-laxa). Sláandi niðurstöður rannsóknarinnar staðfesta mikla erfðablöndun villtra íslenskra laxastofna við
Fiskur að vaka um allt vatn
„Við erum að búnir að fá fimm fiska, allt í fína lagi,“ sagði Ólafur Sigurðsson við Ljósavatn með vini sínum að veiða í fyrradag. Silungsveiðin hefur víða gengið vel og veiðimenn verið að fá flotta veiði og fiskur var að vaka