„Við feðgar skelltum okkur í árlegu veiðiferðina okkar á Snæfellsnesið nýlega, tilhlökkunin var gífurleg hjá guttanum,“ sagði Ingi Rafn sem var að koma úr veiði með syninum. Og við heyrðum stöðuna.
„Sonurinn spurði í hvert skipti sem við keyrðum framhjá vatni hvort að þetta væri staðurinn. Við lögðum af stað kl.10 um morguninn, vel nestaðir og allar græjur með í för til að ná okkur í fisk. Loksins þegar við komum á staðinn var byrjað að labba af stað að vatninu og þegar við komum þangað var sá stutti svo spenntur þvi hann hafi séð fisk taka flugu í yfirborðinu. Við settum saman stöngina og köstuðum út. Tveim mínútum síðar öskrar strákurinn; „pabbi það er fiskur!“ Hann dró fiskinn að landi en datt af við löndun. Strákurinn var alls ekki hættur og bað pabba um að beita. Aftur var kastaði út og leið ekki að löngu áður en flotið fór á bólakaf. „Annar fiskur!“ öskar hann og í þetta skipti heppnaðist löndunin. Við enduðum daginn með 6 fiska og misstum heilan helling en minn maður og pabbinn voru rosalega sáttir með daginn. Bíðum spenntir eftir næstu feðgaferðm,“ sagði Ingi Rafn að lokum.