Nokkrir heiðursfélagar úr Dellunni (veiðiklúbburinn Dellan) kíktu í Tungulækinn í vikunni og þar var fjör á árbakkanum svo sannarlega, Tungulækurinn hefur verið að gefa fína veiði. Við heyrðum aðeins í Bigga Nielsen. „Já ég skrapp beint úr vinnu í Herjólf ekki með neinn gír með mér, Tóti kokkur beið eftir mér og við kíktum á félagana í Tungulæk. Það var hörkuveiði og fullt af fiski og þetta var meiriháttar í góðum félagsskap. Gaman að opna veiðisumarið bara á gallabuxum,“ sagði Biggi nýkominn til Vestmannaeyja.
Myndir:
Jón Þór Júlíusson með flottan fisk.
Hópurinn; f.v. Gunnar Eggertsson, Jón Þór Júlíusson, Ragnar Már Gunnarsson og Þórarinn Eggertsson.
Biggi Nielsen trommuleikari setti í þennan rúmlega 80 cm fisk.