Fréttir

Tveir laxar á land á silungasvæðinu

Bitið í Maríulaxinn

„Þetta gekk vel og voru flottir fiskar, tveir laxar á land,“ sagði Þröstur Árnason veiðimaður, sem var á veiðislóðum á silungasvæði Vatnsdalsár fyrir fáeinum dögum og þar veiddust tveir laxar. „Stærri laxinn tók tóbý og var maríulaxinn hennar Guðnýjar Eggertsdóttur, var 7 pund en hinn laxinn var 3 pund.  Það var flott veður og gaman í þessum veiðitúr“ sagði Þröstur ennfremur.

Þetta voru flottir laxar og Þröstur var búinn að flaka þá báða enda frábært að ná þessum fiskum snemma sumars, en ekki ljóst hvort þessir hafa verið á leiðinni í Vatnsdalsá eða Laxá Ásum. Veiðin hefst í Laxá á Ásum þann 17. júní en þann 20. í Vatnsdalsá. 

Mynd. Guðný með 7 punda maríulaxinn.  Mynd Þröstur.