Fréttir

Hallá skemmtilega vatnsmikil

„Þetta var gaman að fá þennan flotta sjóbiting svona strax en við vorum rétt að byrja,“ sagði Valdimar Birgisson sem er við veiðar í Hallá en með honum á stöng er Pétur Pétursson. „Fiskurinn tók svarta frances og við sleppum honum aftur,“ sagði Valdimar sem var að veiða í Hallá í fyrsta sinn eins og Pétur veiðifélagi hans.

Það hefur mikið rignt síðustu daga og Hallá er vatnsmikil eins og árnar í næsta nágrenni, Laxá í Refasveit og Blanda. Rigningin spilar mikið inn í þessa dagana, Norðurá og Hrútafjarðará eru litlar svo eitthvað dæmi er tekið, bara rigningasumar og ekkert annað.

Hallá hefur gefið á milli 30 og 40 laxa og töluvert af silungi mest urriða og allavega eina bleikju. Næstu dagar geta boðið uppá fjör við Hallá, áin vatnsmikil og fiskur víða í henni, vatnsbúskapurinn er skemmtilegur.

„Þetta er fjölbreytt laxveiðiá og verður gaman að glíma við laxana í henni,“ sagði Pétur Pétursson og setti á flugu sem hann hafi hnýtt fyrir skömmu.  Myndi hún gefa lax?

Mynd. Valdimar Birgisson glímir við sjóbiting í Hallá í dag á svarta frances, var sleppt. Mynd María