Fréttir

Glæsilegur hængur úr Hvassaneskvörn

Hákon Már Örvarsson með hænginn væna
Hákon Már við Hvassaneskvörn

Þessi væni hængur veiddist í Laxá í Kjós á dögunum og veiðimaðurinn Hákon Már Örvarsson, meistarakokkur með meiru, beitti í það skiptið silver sheep 14. Hængurinn reyndist vera 78 sm langur og lét kokkurinn fenginn væna synda sinn sjó að þessu sinn. Hákon þarf því fljótlega að veiða annan laxfisk sem endar þá næsta víst sem grafinn á matseðli kokksins, nú þegar styttist í hátíð ljóss og jólahlaðborða.

Láxá í Kjós hefur gefið 760 laxa og helling af sjóbirtingum.