Sjóbirtingsveiðin er á enda runnin þetta árið og hefur víða gengið ágætlega. Fiskurinn sem hefur verið að veiðast er vænn og veiðimenn hafa fengið rígvæna fiska og meira að segja þann stærsti til þessa.
Sjóbirtingurinn er samt að dreifa sér meira um landið eins og vestur í Dali, Krossá á Skarðsströnd er farin að gefa mest af sjóbirtingi, á sem gaf aðeins örfáa fiska hér áður og enginn skýring á því máli. Birtingurinn hefur tekið sér bólfestu þar.
En veiðin var að klárast í Varmá í Hveragerði og var bara fín sagði veiðimaður sem átti leið um svæðið síðustu helgi en hann hefur reyndar oft kíkt í ána á þessum tíma. Hann sagðist aldrei hafa séð eins mikið af fiski í Reykjafossi, það voru fiskar að stökkva í fossinum á mínútu fresti og stundum margir í einu. „Fossinn var pakkaður af fiski,“ sagði veiðimaðurinn um mergðina í fossinum,
Veðrið er einstaklega gott þessa dagana og því erfitt að hætta veiðinni fyrir suma. En flestir segja þetta nóg þótt einn og einn veiði ennþá þar sem þá er leyft.