Vatnið er gott þessa dagana í flestum ám landsins enda styttist í laxveiðina eins og Norðurá í Borgarfirði, sem var eins og stórfljót í gær en sjatnaði aðeins í dag og laxinn er mættur í ána. Veiðin byrjar eftir viku í Norðurá. Laxinn er fyrir nokkru farinn að skríða upp Hvítá í Borgarfirði.
Lax sást neðar í Stóru Laxá í Hreppum og eitthvað sem líkist laxi sást í Þjórsá fyrir skömmu en veiðin byrjar þar fyrsta áa þann 1. júni.
Laxinn er kominn í Laxá í Kjós hann sást í miklu vatni í ánni í gær en mikið vatn er í ánum eftir miklar rigningar.
Laxinn er kominn eða á leiðinni og biðin styttist enginn veit hvernig sumarið verður ekki einu sinni fiskifræðingarnir.