Veiðin er byrjuð fyrir þó nokkru í Keifarvatni og eitthvað hefur veiðst af fiski. Allt hefur leikið á reiðiskjálfi á Reykjanesi síðustu daga og það fékk veiðimaður sem var við veiðar í vatninu að kynnast í vikunni. Sá hafði ekki veitt þarna fyrr og ekkert heyrt um skjálftahrinuna áður en veiðiferðin hófst þennan dag í Kleifarvatni. Veiðimaðurinn hóf veiðina sem gekk frekar rólega, einn og einn fiskur var að toga flotholtið niður, en varla meira en það. Hann hafði komið sér vel fyrir á steini við vatnið en skyldi ekkert í þessum titringi og látum í steinunum sem hann sat á. Allt um kring lék á reiðiskjálfi en ekki flotholt mannsins sem átti helst að vera fyrir neðan vatnsborð. Veiðimaðurinn var við veiðiskapinn um stundarsakir og fékk einn urriða en dreif sig síðan heim á leið en þar frétti hann svo af þessum stöðugu jarðhræringum við Kleifarvatn og nágrenni, hefði kannski verið betra að kynna sér áður en farið var í veiðiferðina, til að vita amk aðeins meira um staðhætti og mögulegar jarðskjálftahrinur í tíma og ótíma.
Mynd. Fallegt er við Kleifarvatn þegar allt er rólegt.