FréttirUrriði

Fleiri og fleiri regnbogar veiðast í Minni – engar hugmyndir hvaðan þeir koma

Sverrir Rúnarsson kominn með einn flottan á land í Eyjafjarðará

„Það hafa veiðst 20 regnbogar og nokkir urriðar í Minnivallarlæk síðan hann opnaði en enginn veit hvaðan þessir fiskar koma, þeir eru ekki úr fiskeldisstöðvum kringum lækinn,“ sagði Þröstur Elliðason en aðalfundur veiðifélags Minnivallarlækjar var um páskana og ekkert skýrðist þar um þessa dularfullu regnboga sem þykja taka vel og eru skemmtilegir á færi.

Já þetta er flottir fiskar en hvaðan þeir koma veit enginn það er eins og þeir hafi dottið af himnum ofan, sem er reyndar ólíklegt. En allt getur gerst svo sem þessa síðustu daga.

„Þetta var flottur túr í  Eyjafjarðará og fengum á fjórar stangir 68 fiska, næstum því helmingurinn yfir 70 sentímetra fiskar,“ sagði Sverrir Rúnarsson sem var við veiðar í ánni um páskana og hollið hans veiddi feikna vel.

„Við fengum líka 3 bleikjur og þetta var afslappað og fínn veiðitúr hjá okkur,“ sagði Sverrir ennfremur.

Margir notuðu páskana til veiða og fengu fína veiði, vötnin að koma til en hefði mátt vera hlýrra. Elliðavatn á að opna 20. apríl n.k. og verður gaman að sjá hverning sú veiði byrjar.