FréttirOpnun

Flott byrjun í Veiðivötnum

Jón Ingi Kristjánsson með flottan urriða í opnun Veiðivatna

„Já byrjunin í Veiðivötnum var flott og góð veiði hjá flestum veiðimönnum, góðir fiskar,“ sagði Jón Ingi Kristjánsson, sem var að opna Veiðivötn en Jón hefur veitt þar síðan 1973. Það er alltaf spenna að sjá hvernig Veiðivötn byrjar og hún var góð.

„Ég fékk fína veiði en ég veiði bara á flugu, fékk væna fiska á stuttum tíma í Litlasjó,“ sagði Jón Ingi enn fremur.

En veiði hófst í Veiðivötnunum á þriðjudaginn síðasta en öll veiðileyfi eru uppseld í júní en hægt að fá leyfi í júlí og ágúst. Svæðið er komið í sumarbúning og ís löngu farinn af vötnunum og síðustu skaflarnir að brána.

Í fyrra veiddust 23372 fiskar í Veiðivötnum.