FréttirSjóbirtingur

Flottir sjóbirtingar úr Tungulæk

Hafþór Hallsson með flottan sjóbirting úr Tungulæk /Mynd: Ellert

Sjóbirtingsveiðin er að komast á fleygiferð þessa dagana og birtingurinn að mæta víða, stórir og fallegir fiskar. Við heyrðum í veiðimanni sem var á veiðislóð í Tungulæk og verður þar við veiðar næstu daga.

„Veiðifélaginn var að landa svakalega fallegum sjóbirtingi hérna áðan í Tungulæk og það er töluvert af fiski hérna,“ sagði Ellert Aðalsteinsson þegar við heyrðum í honum í dag og bætti við; „við erum búnir að fá sex fiska í dag en þessi fiskur hjá  Hafþóri tók Black Ghost og það er já mikið af fiski.  Hollið sem var á undan okkur hérna veiddi níu fiska,“ sagði Ellert enn fremur.

Tíminn hjá sjóbirtingnum er að koma og veiðitíminn að byrja fyrir alvöru. Haustveiðin getur gefið vel og væna fiska.