Fréttir

Veiðin gengur vel í Húseyjarkvísl

Guðmundur Jörundsson með flottan lax úr Húseyjarkvíl

Veiðin gengur víða ágætlega þessa dagana kannski helst til mikið vatn víða eftir endalausar rigningar. Eins og einn sagði í dag sem var að skoða Leirvogsá að áin væri eins og Ölfusá eftir rigningar dag eftir dag. 

Feðgarnir Guðmundur og Jörundur Örvar Guðmundsson 11 ára

„Það eru komnir tíu laxar á land í hollinu eftir fjórar vaktir og fjórir sluppu af,“ sagði Guðmundur Jörundsson sem er við veiðar í Húseyjarkvísl og veiðin hefur gengið vel.

„Þetta eru allt mjög vel haldnar tveggja ára hrygnur flestar um og yfir 80 cm. Fiskur kominn á öllum þrem svæðum þó langmest af fiski sé á efsta svæðinu,“ sagði Guðmundur enn fremur.