Fréttir

Ísinn byrjaður að hörfa á Hreðavatni

Það er sem betur fer rúmur mánuður þangað til Hreðavatn í Borgarfirði opnar fyrir veiðimenn, því ísinn er rétt að byrja að fara af vatninu og er ennþá þykkur víða. Þegar staðan var tekin við Hreðavatn í gær var rólegt yfir að líta, einn og einn fugl á flugi, annars allt rólegt.  Það er gott að gera sig klárann fyrir opnun á vatnið, þá má veiða fína fiska og oft þokkalega væna. En veiði er víða að byrja í mörgum vötnum eins og Elliðavatni í gær þar sem veiðin byrjaði vel og það veiddist töluvert af  vænum urriðum. Góð staða í Elliðavatni þessa dagana eins og víða eftir veturinn. Meðalfellsvatn opnaði 19. apríl en veiðimenn hafa verið að veiða í vatninu síðan í byrjun apríl og fengið eitthvað af fiski.


Mynd. Staðan við Hreðavatn í Borgarfirði í gær. Mynd María Gunnarsdóttir.