Laxinn er víða að mæta þessa dagana í árnar og Haraldur Eiríksson sagði frá því í morgun og sýndi með videoupptöku að laxinn er að mæta í ríkum mæli í Laxá í Kjós, enda stutt í að veiðiárnar opna ein af annarri næstu dagana og þá er betra að hafa eitthvað til að setja í.
„Laxinn er mættur í Leirvogsá ég sá tvo við brúnna við þjóðveginn i gær,“ sagði Sveinn Aron Sveinsson Valsari, en hann býr í næsta nágrenni við Leirvogsá og var að skoða stöðuna í ánni. „Já maður fer í nokkra veiðitúra á ári, þetta er skemmtilegt,“ sagði Sveinn Aron ennfremur. Laxinn er snemma á ferðinni í Leirvogsá þetta árið en það er bara maí ennþá.
Mynd. Sveinn Aron Sveinsson með lax úr Stóru Laxá í Hreppum.