FuglarMyndasafn

Maríuerla

Maríuerla er lítill og kvikur spörfugl með langt stél sem hann veifar í sífellu. Fullorðin maríuerla er grá á baki og gumpi; kollur, kverk og bringa eru svört, enni og vangar hvít. Bringan er hvít, sem og ytri stélfjaðrir, vængir og miðhluti stéls dökk. Karlfugl er dekkri en kvenfugl. Ungfugl er móbrúnn á höfði með svartan díl á bringu. 

Flug maríuerlunnar er bylgjótt. Sitjandi sveiflar hún löngu stélinu upp og niður í sífellu og kinkar kolli. Hún veiðir flugur á jörðu niðri eða á flugi, hleypur hratt. Maríuerlur eru venjulega stakar eða í litlum hópum.

Fæða og fæðuhættir
Dýraæta, tekur einkum fiðrildi, bjöllur og tvívængjur. Veiðir bæði fljúgandi dýr og tínir þau upp af jörðinni, með kvikum hreyfingum og stuttum sprettum. Þekkt er það atferli maríuerlu, að tína dauð skordýr af grillum og stuðurum bíla.

Fræðiheiti: Motacilla albaFuglavfurinn