Stórlax kom á land í morgun i Hrútu og að sjálfsögðu í Réttarstreng þeim frábæra stað. Veiðimaðurinn Oddur Rúnar landaði þessum glæsilega 102 sentimetra hæng eftir mikla baráttu .
Hrútafjarðará hefur gefið 22 laxa það sem af er sumri.
„Nei við höfum ekki séð lax í Laxá í Kjós ennþá“ segir Haraldur Eiríksson í Kjósinni og sama streng tekur Brynjar Þór Hreggviðsson við Norðirá. „Nei ekki ennþá en það er flott vatn en erfitt að skyggna ána. Mikið vatn og
„Veiðin gekk flott í Norðurá hjá okkur og hollið endaði í 37 löxum, fyrstu laxarnir voru að veiðast fyrir ofan Laxfoss í þessu holli, tveir á BerghylsbrotInu,“ sagði Árni Friðleifsson sem var að hætta veiðum í Norðurá en áin er komin
„Þessi samningur milli HSÍ og Arnarlax er reginhneyksli og sýnir stórkostlegan dómgreindarskort af hálfu formanns HSÍ, Guðmundar B. Ólafssonar,“ segir Guðmundur Þórður Guðmundsson fyrrverandi þjálfari íslenska landsliðsins um nýjan samning sambandsins og Arnarlax. „Arnarlax var meðal annars fyrir nokkru síðan
„Ég fór á rjúpu síðustu helgi fyrir austan og fékk nokkrar,“ sagði Páll Thamrong Snorrason í samtali. „Ég fékk 8 rjúpur á tveim dögum í Seyðisfirði, það gekk bara vel enda var frábært veður. Eltist við sæmilegan hóp af fugli, 12 til 14 fugla
Laxveiðin er farin að styttast í annan endann heldur betur en veiðimenn samt að veiða ennþá laxa og sjóbirting víða um land. Lokatölur eftir sumarið eru að detta inn og staðan úr ánum að koma í ljós. „Já við vorum að
Á vefsíðu Veiðifélaganna komu fram nýjar vikulegar veiðitölur í gær. Þar má sjá Ytri-Rangá á toppnum með 2.866 laxa, svo kemur Þverá/Kjarrá með 1.998, Miðfjarðará með 1.334, Norðurá í Borgarfirði 1.460, Eystri-Rangá 1.402, Selá í Vopnafirði 1.150, Langá á Mýrum