„Fyrir tveimur vikum síðan var ég á veiðum með átta ára syni mínum sem er ekki í frásögu færandi, en hann er að stíga sín fyrstu skref í fluguveiðinni,“ sagði Jóhann Ólafur Björnsson á Akranesi um son sinn og veiðimann Kristófer A. Jóhannsson.
„Ég reiknaði ekki með neinum stórum tíðindum enda tímabilið rétt að hefjast og snerist þessi ferð meira um að æfa köstin, nema hvað að minn maður setur í og landar þessum flotta urriða á fluguna sem hann sjálfur hnýtti í vetur! Ég er svo stoltur af honum og eins og þið sjáið á þessari mynd er hann ekki minna stoltur.
Svo fórum við aðra ferð í annað vatn og hann fékk aftur fisk, bleikju á aðra heimasmíðaða flugu. Þetta kalla ég að opna veiðitímanilið með stæl,“ sagði Jóhann Ólafur um soninn.