Fréttir

Gordon Ramsay í Soginu – tveir góðir á veiðislóðum fyrir austan

Sá frægi kokkur og veiðimaður Gordon Ramsay er að veiða í Soginu og fékk fiska og er frekar lunkinn veiðimaður. Hann veiðir víða um heim en hann hefur nokkrum sinnum komið hingað í veiði, m.a. hefur hann veitt í Tungulæk og fengið þar nokkra fiska.

En fleiri voru að veiða fyrir austan, „ég fékk 6,5 punda lax á Pallinum í Ölfusá og hann fer beint á pönnuna,” sagði Sævar Sverrisson og bætti við; „við vorum stuttan tíma, sirka þrjá tíma, en það hefur ekki veiðst fiskur þarna síðustu daga. Ég hef aldrei veitt þarna áður, fór ekki einu sinni í vöðlur. En það voru fiskar að stökkva úti í miðri á,” sagði Sævar að lokum.

Mynd 1 Gordon Ramsay þykir fátt skemmtilegra en að veiða og elda. Hann er við veiðar á Íslandi.
Mynd 2 Sævar Sverrisson með lax á Pallinum í Ölfusá