Fréttir

Urriðasvæðið opnaði með glæsibrag – frábært veður og aðstæður

Sigurjón Bjarni með urriða
Mynd 1

Urriðasvæðið í Laxá í Þingeyjarssýslu opnaði í morgun í veðurblíðu og veiðin var mjög góð. Fiskurinn tók glaður og aðstæður eins og best er kosið, bara hitabylgja á svæðinu.
„Þetta hefur verið frábær morgun hérna hjá okkur á urriðasvæðinu í Laxá í Þingeyjarssýslu frá opun,“ sagði Bjarni Júlíusson, með fiskinn á úti miðri á, sem reyndist vera fiskur úr Brotaflóa. „Já þetta er bara veisla Bender, við erum búnir að taka yfir 20 fiska og vaktin er ekki hálfnuð. Þetta er meira en veisla hérna, 20 stiga hiti og aðstæður frábærar,“ sagði Bjarni og hélt áfram að kasta. Með honum voru synir hans.
Og veiðiskapurinn hélt fram og það sama var með fleiri þarna á svæðinu, Sigurjón Bjarni Bjarnason á varla orð til að lýsa þessum flotta veiðitúr sem er rétt að byrja og allir að fá fína veiði.

Bjarni Júl
Mynd 2


Mynd 1 Sigurjón Bjarni Bjarnason með flottan fisk.
Mynd 2 Bjarni Júlíusson með þann fyrsta í morgun.