Fréttir

Veiðiþjófar gómaðir við Norðurá

Við Glanna í Norðurá, sem er nokkru ofar en veiðiþjófarnir voru að þessu sinni teknir.

Snemma í gærkvöldi varð leiðsögumaður við Norðurá í Borgarfirði var við menn að ólöglegum veiðum við Kálfhyl. Magnús Fjeldsted veiðivörður fór á staðinn og kallaði í framhaldinu lögreglu á svæðið, sem tók skýrslu af mönnunum. Eiga þeir yfir höfði sér háa fjársekt. Magnús segir að hér hafi verið á ferðinni tveir ungir Danir sem dvöldu í sumarhúsi í Munaðarnesi. Höfðu þeir tekið traustataki bát sem veiðimenn nota til að ferja sig yfir ána og voru að veiðum með spún þegar til þeirra sást. Magnús segir að fleiri tilvik hafi verið í sumar þegar fólk hafi reynt ólöglegar veiðar í ánni. Veiðiþjófnaður er einatt kærður til lögreglu. Í tilfelli Dananna báru þeir við að í heimalandi þeirra væru þær reglur að almenningur mætti veiða í ám svo fremi sem fiskinum væri sleppt. „Slíkt er í besta falli ótrúverðugar hrútskýringar,“ segir Magnús Fjeldsted.*

*Skessuhornið 7. sept. 22