Veiðin í Hlíðarvatni í Selvogi hefur verið upp og ofan í sumarbyrjun en María Petrína Ingólfsdóttir veiddi vel í vatninu í fyrradag. María var einkar lagin við veiðarnar og hefur fengist við þær nokkrar í gegnum árin.
Hlíðarvatnsdagurinn er á sunnudaginn kemur og er veiðimönnum þá boðið frítt í vatnið og því um að gera að nota tækifærið og renna fyrir fisk. Fulltrúar frá veiðifélögunum verða á staðnum og leiðbeina gestum við veiðiskapinn. Í fyrra mættu margir til veiða á Hlíðarvatnsdeginum enda Hlíðarvatn með skemmtilegri veiðivötnum og fengsælt.
Mynd. Flott veiði í Hlíðarvatni fyrir tveimur dögum.