„Opnunardagurinn var fínn, það var landað fjórum fiskum, smáum og stórum,“ sagði Ólafur Johnson þegar við spurðum um opnun Laxár í Leirársveit í gær. Það veiddist boltalax í opnun árinnar, sem ekki gerist á hverjum degi og ekki svona stór í ánni yfir höfuð, svo elstu menn muni um aldur og ævi. „Misstum líka nokkra laxa þegar sá stóri veiddist.“ Já stærsti fiskur í manna minnum var veiddur í Sunnefjufossi, 105 cm hængur tekinn á lítinn Francis cone head.
„Það var Pétur Óðinsson sem landaði þessum risa og hann var 45 mínútur að þreyta hann. Flottur fiskur,“ sagði Ólafur enn fremur.
Mynd 1: Haukur Geir Garðarsson með smálax í gærmorgun.