Laxveiðin mjakast áfram, vatnið er gott í veiðiánum og veiðin í fínu lagi sumstaðar en fiskurinn mætti vera tökuglaðair segja veiðimenn. Lokatölur eru byrjaðar að detta inn frá veiðiánum þetta árið.
„Lokatölur voru að koma frá Norðurá 1352 laxar og um 70 sjóbirtingar,“ sagði Brynjar Þór Hreggviðsson spurður um lokatölur úr ánni og var að detta í hús í gærkvöldi.
Haffjarðará endaði með 870 laxa, aðeins minna en í fyrra, eins og Norðurá. Laxá á Ásum bætti aðeins við sig milli ár og gaf 820 laxa þetta sumarið. Fleiri lokatölur koma síðan innan fárra daga og þegar ljóst að veiðin er frekar á niðurleið enn eitt árið, tölurnar tala sínu máli.