„Það er mikið af fiski í Varmá þessa dagana en fiskurinn mætti taka betur,“ sagði Hilmar Þór Sigurjónsson veiðimaður úr Hveragerði sem finnst fátt skemmtilegra en að veiða í Varmá og sjá um leiðsögn fyrir veiðimenn við ána. „Frétti af veiðimanni í fyrradag sem landaði sex góðum sjóbirtingum og fleiri hafa veitt hér vel. Held að það sé mest af fiski fyrir ofan hesthúsabyggðina,“ sagði Hilmar Þór sem var búinn að vera í nokkra daga við veiðar í sumar og á eftir nokkra veiðidaga til viðbótar.
Eldra efni
Veiðigleði í Urriðafossi, 722 laxar á land
„Verslunarmannahelgin hefur staðið fyrir sínu að þessu sinni þar sem veðurblíðan lék við þessa veiðimenn sem fóru í Urriðarfoss í gær,“ sagði Anton Guðmundsson og bætti við: „Þessir kappar nutu hverrar mínútu og fengu að upplifa mikla veiði gleði í ánni. Laxinn
Flott bleikja úr Úlfljótsvatni – miklar breytingar í Þingvallavatni
„Ég er aðeins búinn að veiða á nokkrum stöðum í sumar fór í opnunina í Hítarvatni og líka búinn að vera á Þingvöllum og Úlfljótsvatni, þar veiddist þessi bleikja,“ sagði Óskar Norðfjörð, þegar við heyrðum í honum, eftir að hann
Boltalaxar í Heiðarvatni
„Já við vorum að koma úr Heiðarvatni í Mýrdal og það gekk ágætlega, veiddum reyndar bara hálfan daginn,“ sagði Kári Jónsson þegar við heyrðum í honum en góð veiði hefur verið í vatninu í sumar og margir fengið flotta fiska.
Gerði góða ferð í Jöklu
„Ég gerði góða ferð í Jöklu, þrátt fyrir mjög slæma veðurspá þá slapp þetta þrátt fyrir kuldann,“ sagði Sveinn Aron Sveinsson um veiðiferðina i Jöklu. „Kuldinn hjálpaði greinilega við að kveikja í þessum stóru, ég náði 75, 85 og 90
Mikil umferð á Hafravatni í vetur
„Það hafa margir verið að veiða í Hafravatni í vetur, miklð sömu veiðimennirnir,“ sagði sumarbústaðaeigandi við Hafravatn, en veiðimenn hafa fjölmennt við dorgveiði á vatninu. Það er frítt að veiða í vatninu allt árið en fiskarnir mættu vera aðeins stærri. „Ég
Þjórsá opnar 1. júní
„Þetta styttist allt en við opnun Þjórsá 1. júní nk, aðeins seinna en í fyrra og við erum orðin spennt að veiða þarna,“ sagði Harpa Hlín Þórðardóttir er við spurðum um opnun Þjórsár, sem verður spennandi að sjá hvernig byrjunin er