RjúpanSkotveiði

Tillögur Umhverfisstofnunar vegna rúpnaveiða

Eins og við greindum frá í gær hefur sjaldan sést eins mikið af rjúpu í vor og sumar og við því að búðast að farið verði framá að veiðitíminn lengist. Mikil óánægja er meðal veiðimanna um fyrirkomulagið sem boðað er og hvað dregist hefur að ákveða reglurnar.

Þriðjudaginn 4. október sendi Umhverfisstofnun tillögur sínar að fyrirkomulagi rjúpnaveiða ársins 2022 til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins:

Nóvember:
Frá og með 1. nóvember til og með 30. nóvember- frá og með föstudögum til og með þriðjudögum á því tímabili og að veiðar hefjist á hádegi (21 dagur).

Desember:
Frá og með 2. desember til og með 4. desember- frá og með föstudögum til og með þriðjudögum á því tímabili og að veiðar hefjist á hádegi (3 dagar).

Samtals 24 dagar, upphafleg tillaga hljóðaði upp á 21 dag í nóvember en SKOTVÍS gat engan veginn samþykkt það, vildu fá 68 daga þar sem fjöldi leyfilegra veiðidaga eykur ekki fjölda sóknardaga. Vildu einnig að lágmarki fá seinustu helgina í október inn og fyrstu í desember.

Lágmarkskrafa að halda áfram að fjölga dögum.
Verður fróðlegt að sjá hvað Guðlaugur Þór Þórðarssonar ákveðjur en hann tekur ákvörðun um fyrirkomulag rjúpnaveiða 2022.