„Veiðisumarið er byrjað, rétt er það og ég fór á Þingvelli fyrir fáum dögum,“ sagði Sturlaugur Hrafn Ólafsson sem finnst fátt skemmtilegra en að veiða fisk og hnýta flugur. „Ég og Flóki, besti vinur minn, skelltum okkur á Kárastaði og það gekk ekkert til að byrja með og við reyndum ýmsar flugur en fiskurinn tók ekki. Klukkan var farin að nágast hálf ellefu og farið að dimma verulega þarna, en þá setti Flóki í fisk sem var um 70 sentimetrar og skömmu seinna setti ég í 90 sentimetra fisk. Þá sögðum við vinir að þetta væri orðið gott þarna í myrkrinu. Þessi Þingvallaferð var fermingargjöfin frá Sturra til Flóka vinar hans. „Við ætlum aftur á sunnudaginn að veiða þarna og í Hlíðarvatn í Selvogi á laugardaginn. Veiðisumarið 2023 byrjar verulega vel,“ sagði Sturlaugur Hrafn enn fremur.
Eldra efni
Veiðimenn byrjaðir að veiða í jólamatinn
Rjúpnaveiðin byrjaði í morgun og fóru margir til veiða víða um land. „Þetta var bara skítaveður en hlýtt,“ sagði veiðimaður fyrir norðan og bætti við; „fengum nokkra fugla en fuglinn er styggur,“ sagði veiðimaðurinn enn fremur. „Já ég geri á
Fyrsti dagurinn fyrsti fiskurinn úr Grímsá
„Það var bara frábært veður hérna við Grímsá í dag og mikið vatn í ánni. Konan veiddi fyrsta fiskinn í Grímsá þetta árið“, sagði Þórður Ingi Júlíusson, þegar við hittum hann við Grímsána í dag og fyrsti fiskurinn var kominn á land. En
Skógá hefur gefið 130 laxa – allt hængar
„Það hefur verið fín veiði síðustu daga og það veiddust 14 laxar fyrir fáum dögum, en áin er komin í 130 laxa,“ sagði Ásgeir Arnar Ásmundsson, en veitt er í ánni til 20. október og fiskar eru að ganga ennþá í ána.
Víða verið að hnýta fyrir sumarið
„Ég ákvað í samvinnu við Haugur workshop að bjóða uppá námskeið í klassískum fluguhnýtingum núna í janúar,“ sagði Bjarki Már Jóhannsson í samtali og bætti við: „Á námskeiðinu var farið yfir þær helstu aðferðir sem þarf að tileinka sér við
Flottur maríulax úr Elliðaánum
Eva Lind Ingimundardóttir, 13 ára, landaði fallegum maríulaxi úr Elliðaánum í gær, nánar tiltekið í veiðistaðnum Hraunið sem er á frísvæðinu rétt fyrir ofan vatnsveitubrú. Það komu tveir laxar úr hylnum hjá okkur, en báðir tóku þeir fluguna Sjáandann #14
Bókin um Fornahvamm komin út
Fornihvammur er í Mýrasýslu í sveitarfélaginu Borgarbyggð. Það sýnir mikilvægi leiðarinnar yfir Holtavörðuheiði að fyrsta verkefni Fjallvegafélagsins var að gangast fyrir byggingu sæluhúss á þessum stað árið 1831, og einnig að leiðin um Holtavörðuheiði væri vörðuð. Fornihvammur var eyðibýli þegar