Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ráðherra fékk maríulaxinn sinn á kvöldvaktinni í Laxá í Aðaldal í gærkveldi. Þetta var glæsilegur 63 sentimetra hængur sem tók fluguna Valbein í Kistuhyl. Fyrir skömmu var Áslaug Arna við veiðar í Laxá í Kjós og sagði í samtali það vera fína æfingu að kasta flugunni fyrir fiskana í Kjósinni og þessi æfing hefur greinilega skilað sér í Aðaldalnum í gær.
Bjarni Benediktsson var í Kjarrá í Borgarfirði fyrir skömmu og stöngin hans fékk 8 laxa, Bjarni fékk sjálfur nokkra laxa.