„Við erum að búnir að fá fimm fiska, allt í fína lagi,“ sagði Ólafur Sigurðsson við Ljósavatn með vini sínum að veiða í fyrradag. Silungsveiðin hefur víða gengið vel og veiðimenn verið að fá flotta veiði og fiskur var að vaka víða um vatnið, kannski ekki mjög stór en einn og einn sem var í fínu lagi.
Árni Kristinn Skúlason veiddi fyrir nokkrum dögum vænar bleikjur í Langavatni í Reykjadal mikið á flugu, mjög flotta fiska og á urriðasvæðinu í Þingeyjarssýslu hefur einnig veiðst vel af fiski.
Þegar rennt er um Norðurlandið má sjá víða að veiðimenn á öllum aldri eru að renna fyrir fisk og fá góða silunga, bleikjur og urriða. Er hægt að biðja um meira, geta rennt fyrir fisk fyrir lítinn eða jafnvel engan pening og haft jafnvel nokkra væna uppúr krafsinu?
Mynd: Fjör við Ljósavatn fyrir fáum dögum, veiðimenn í feiknastuði. Mynd María Gunnarsdóttir.