Himbrimi er stór, sterklegur og rennilegur vatnafugl, einn af einkennisfuglum íslenskra heiðavatna. Á sumrin er hann með gljásvart höfuð og háls, á hálsi er ljós kragi með svörtum langrákum og sama litamynstur á bringuhliðum. Hann er svartur að ofan, alsettur
Smyrillinn er algengasti íslenski ránfuglinn, líkur fálka en mun minni. Karlfuglinn er blágrár að ofan, með dekkri vængbrodda og dökkan stélsenda, ryðrauður að neðan og á hnakka, svartrákóttur á bringu og kviði, með ljósbrúna kverk og skálmar. Hann er minni
Rauðhöfðaönd er meðalstór önd, nokkru minni en stokkönd, með hnöttótt höfuð, stuttan háls, lítinn gogg, fleyglaga stél og langa, mjóa vængi. Steggurinn er með rauðbrúnt höfuð og rjómagula blesu frá goggrótum aftur á kollinn og grængljáandi rák aftan augna. Hann er rauðbleikur á bringu,
Þúfutittlingur er algengasti spörfugl landsins, stundum nefndur grátittlingur. Hann er einn af okkar bestu söngfuglum. Er minni en snjótittlingur, hálsstuttur, með breiða, stutta vængi og fremur kubbslegur. Einkennasnauður fugl, grágrænn, grábrúnn eða gulbrúnn að ofan. Hann er svartrákóttur að ofan,
Húsöndin er einkennisfugl Mývatnssveitar, meðalstór önd með sérkennilegt höfuðlag. Í fjarlægð virðist steggur dökkur að ofan en ljós að neðan. Hann er með blágljáandi svart höfuð með úfinn hnakka og bratt enni, hvítur hálfmánalagaður blettur er milli goggs og augna.