„Við erum að loka Haukadalsá og í gær komu nokkrir kafarar á svæðið til að ná eldislaxi,“ sagði Ragnar Örn Davíðsson við Haukadalsá en þar var leitað að eldislaxi eins og víða í ánum þessa dagana, með misjöfnum árangri.
Það styttist verulega í að náttulegi laxinn fari að hrygna í ánum, alla vega stórum hluta landsins, en seinna reyndar fyrir norðan og austan. Enda, sem betur fer, lítið sést af þessum ófögnuði fyrir austan.
Eldislaxinn er kominn víða þessa dagana og mikið sumstaðar. Það gæti verið erfitt að ná þeim fyrir veturinn en það verður reynt. Einn og einn lax er að veiðast á stöng en hann virðist taka illa.