„Það á að hlýna á fimmtudaginn,“ sagði veðurfræðingurinn og það var nákvæmlega það sem flestir voru að bíða eftir, kuldinn er á undahaldi í bili sem betur fer og veiðimenn og fleiri geta tekið gleði sína á ný.
En vorveiðin byrjar næsta laugardag og veiðimöguleikar eru bara miklir eins og fyrir austan hjá Klaustri eins og Tungulækur, Tungufljót, Vatnamótin, Geirlandsá, Grenlækur og Fossálar, svo eitthvað sé tínt til fyrir austan.
Varmá verður ekki opnuð eins til stóð og við höfum greint frá. Leirá verður opnuð og Grímsáin, allt er þetta til betri vegar fyrir veiðimenn og aðra áhugasama.