Það er nóg til að ánamöðkum
„Já það er nóg til að maðki hérna hjá mér, bæði laxa- og silungamaðkur,“ segir Magnús Margeirsson, hesta- og ánamaðkafaramleiðandi í Þorlákshöfn, þegar við tókum hús á honum fyrir skömmu og skoðum aðstöðuna. Magnús hefur verið duglegur að rækta maðka fyrir veiðimenn. „Það eru byrjaðir að seljast maðkar núna enda veiðitíminn byrjaður og á næstu vikum eykst þetta verulega. Nei ég er ekki sjálfur veiðimaður bara hestamaður og ánamaðkaframleiðandi, það fer vel saman,“ bætir Magnús við. „Það verður enginn skortur á ánamöðkum og þeir verða til hjá mér í allt sumar, báðar tegundir, “ segir Magnús og fer með höndina á bólakaf í eitt ræktarkarið og kemur upp með spikfeita ánamaðka af skoskri gerð. Sumarið er tíminn.
Mynd: Ritstjórinn skoðar ánamaðkana hjá Magnúsi í Þorlákshöfn. Mynd Baldur,