„Já þetta var frábær túr að baki í Tungufljót fyrir nokkrum dögum og við fengum flotta fiska,“ sagði Daníel Gíslason um veiðitúrinn í fljótið. En sjóbirtingsveiðin hefur gengið víða vel og veiðmenn komist í góða veiði. Veðurfarið hefur verið fínt síðustu daga og vikur sem hefur ekki spillt fyrir veiðinni.
„Veðrið og öll aðstaða Fishpartner er eins og best var á kosið og sjálft Tungufljótið að hreinsa sig eftir síðustu rigningar. Við lönduðum 24 fiskum og misstum aðra 14, fjórir voru undir 70 cm, 14 á bilinu 70-80 cm, fimm yfir 80 og einn 90 cm. Sem sagt BINGÓ,“ sagði Daníel ennfremur.
Myndir: Fjör hjá strákunum á árbökkum Tungufljóts.