Í vor og sumar hafa veiðiþættir Gunnars Bender verið sýndir á Hringbraut en þeir verða brátt aðgengilegir hér á sportveiðivef Gunnars Bender veidar.is og YouTube rásinni Veiðar. Samtals eru 6 þættir komnir í sýningu og fleiri koma með haustinu þegar búið verður að mynda og klippa efni frá sumar- og vorveiði í íslenskum veiðiám. Þættirnir samanstanda af viðtölum við stangveiðimenn og fleira fólk, gagnlegum fróðleik og skemmtilegum upptökum á veiðistöðum við allar helstu silungs- og laxveiðiár sem Gunnar Bender heimsækir á ferðum sínum yfir veiðitímann. Þættirnir hafa vakið mikla athygli og fengið áhorf á meðan þeir voru sýndir á Hringbraut í vor og sumar. Góða sportveiðiþætti má alltaf sjá aftur og aftur og brátt verða þeir aðgengilegir á þessum einstaka veiðivef.
Eldra efni
Veiðiþættirnir sýndir á Hringbraut
Veiðiþættirnir sem Gunnar Bender hefur sett saman eru sýndir á Hringbraut næstu 4 vikurnar. Þættina á sjónavarpsstöðinni má nálgast hér en síðar verða þeir aðgengilegir hér á Veiðar.is. Fylgist með þessum skemmtilegu þáttum Gunnars þar sem víða er komið við
Hafa fengið frábær viðbrögð
„Við ætlum að sýna síðasta veiðiþáttinn á Hringbraut á laugardaginn kemur en þá eru komnir 6 þættir frá því í mars,“ sagði Gunnar Bender sem var við tökur á síðasta veiðiþættinum í þessari vinsælu veiðiþáttaröð. Gunnar var að spjalla við strákana á Þrír á stöng
Veiðiþættir með Gunnari Bender að hefjast
Biðin eftir veiðitímanum styttist með hverjum degi eins og biðin eftir veiðiþáttum með Gunnari Bender sem hefjast loksins þann 29. mars n.k., en síðustu seríu sáu 140 þúsund manns. Þættirnir verða sýndir á DV.is, veidar.is og Facebook en frumsýningin verður á DV.is. Ekki er
Nýir veiðiþættir hefja göngu sína á DV í samstarfi við Veiðar.is
DV mun í samstarfi við Veiðar.is birta glænýja veiðiþætti næstu vikurnar – „Veiðin með Gunnari Bender“. Fyrsti þáttur fer í loftið á laugardaginn og er hægt að fullyrða að þar muni allir áhugamenn um veiði fá eitthvað fyrir sinn snúð. Þar heilsar
Veiðiþættir Gunnars Bender í kvöld 3. mars kl 20
„Við erum að byrja með nýja þáttaröð á Hringbraut föstudaginn 3. mars kl 20, sex þætti og aldrei hægt að segja hvort maður hafi úthald í mikið meira, veiðiþættir eru að hverfa úr íslensku sjónvarpi,“ sagði Gunnar Bender í samtali
Veiðiþættirnir hófust 26. mars
Nýjustu veiðiþættir Gunnars Bender fóru í loftið á Hringbraut 26. mars og verða auk þess aðgengilegir hér á vefur.is næstu mánuðina. Að venju hefur Gunnar Bender yfirumsjón með gerð þáttanna og sem fyrr kennir ýmissa grasa í þessum vönduðu sjónvarsþáttum,